Samkvæmt neytendalánalögum nr. 33/2013 er lánveitendum skylt að meta lánshæfi umsækjenda áður en lánasamningur er gerður, það sama gildir þegar sótt er um lán eða heimild á kreditkorti.

Matið skal byggt á viðskiptasögu lánveitanda og umsækjanda, og/eða lánshæfismati frá t.d. Creditinfo eða annarra álíka fyrirtækja séu þau til staðar.

Helstu þættir sem hafa áhrif á Lánshæfismat Creditinfo eru:

  • Árangurslaus fjárnám.
  • Fyrrum skráningar á vanskilaskrá
  • Uppflettingar innheimtuaðila í vanskilaskrá og lánshæfismati
  • Vanskilavakt að hálfu innheimtuaðila
  • Aldur, búseta og hjúskaparstaða
  • Upplýsingar úr skattskrá
  • Tengsl við fyrirtæki

 Þótt allir þessir þættir hafi áhrif á lánshæfismatið er mikilvægasti þátturinn að forðast vanskil og greiða reikninga á réttum tíma. Einnig er rétt að benda á að gífurlegur munur er á vægi árangurlauss fjárnáms og fjárnáms þar sem hægt er að koma við veði til tryggingar skuldinni. Árangurlaust fjárnám hefur verstu mögulegu neikvæðu áhri á lánshæfismatið og standa þau áhrif í 4 ár með minnkandi áhrifum en fjárnám sem ekki er árangurslaust er ekki skráð og hefur engin áhrif á Lánshæfismatið.

Einnig geta verið tilhæfulausar skráningar eða skráningar sem ekki áttu rétt á sér inni í kerfi Creditinfo. Mikilvægt er því að fara yfir Lánshæfismatið standi til að fara í lánaviðskipti.

Hægt er að mótmæla einstökum skráningum og fara fram á eyðingu áhrifa.

Persónuvernd hefur eftirlit með Creditinfo.

Einnig er sjálfsagt að leita til Eftirlitsstofnunar EFTA sem í raun hefur óskað eftir dæmum frá Íslandi varðandi ýmis brot á þegnum landsins sem virðast landlæg enda flestar Íslenskar eftirlitsstofnanir undirmannaðar og fjárhagslega sveltar af stjórnvöldum.  

 


Hér á Lánshæfismat getur þú fundið öll trixin til að fá flott lánshæfismat.

Kíktu á greinarnar okkar og þú finnur það sem þig vantar að vita.